Ferill 999. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 2291  —  999. mál.
Leiðréttur texti.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins.


     1.      Hefur markmiði loftslagsstefnu Stjórnarráðsins, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi 9. apríl 2019, um að kolefnisjafna alla starfsemi Stjórnarráðsins verið náð? Er starfsemi Stjórnarráðsins kolefnishlutlaus í dag?
    Markmið loftslagsstefnu Stjórnarráðsins er að árið 2030 hafi verið dregið úr losun CO2 um 40%. Samkvæmt því markmiði átti losun að hafa dregist saman um 9% árið 2022 og hefur það markmið náðst en dregið hefur úr losun sem nemur um 35% miðað við árið 2018. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árin 2019–2021 hefur náðst, en ekki hafa öll ráðuneyti lokið við að gera upp losun ársins 2022.

     2.      Hver var losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi Stjórnarráðsins á hverju áranna 2019–2022, mælt í tonnum CO2-ígilda og greint eftir ráðuneytum og áhrifaþáttum losunar?
    Sjá töflu 1 hér að aftan.

     3.      Hver var kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins hvert umræddra ára, mælt í tonnum CO2-ígilda og greint eftir ráðuneytum?
    Sjá töflu 2 hér að aftan.

     4.      Hvernig fór sú kolefnisjöfnun fram og hver var kostnaður við hana, greint eftir ráðuneytum? Hversu stór hluti hennar var vottaður af viðurkenndum vottunaraðilum, og hvaða vottunaraðila var þá um að ræða?
    Ráðuneytin hafa flest hver kolefnisjafnað starfsemi sína í gegnum Kolvið og Votlendissjóð. Eitt ráðuneyti keypti einingar vegna losunar áranna 2019–2020 í gegnum Sameinuðu þjóðirnar. Þá hefur eitt ráðuneyti keypt kolefniseiningar á bið hjá SoGreen. Ekki hafa verið vottaðar einingar í boði hér á landi, þar til nýlega er vottun fékkst fyrir kolefniseiningum í bið. Með því að nýta kolefnisjöfnunarfjármagn ráðuneytanna innan lands hefur verið styrkt við aðra meginstoð stefnumörkunar íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum, sem er að ýta undir skógrækt og endurheimt votlendis innan lands. Varðandi upplýsingar um kostnað og söluaðila er vísað í töflu 2 hér að aftan.

     5.      Er kolefnisjöfnun vegna flugs enn tvöfölduð, líkt og kveðið er á um í loftslagsstefnu Stjórnarráðsins?
    Einungis hluti ráðuneyta hefur tvöfaldað kolefnisjöfnun fyrir flugi, má nefna utanríkisráðuneytið sem hefur t.d. kolefnisjafnað verulega umfram losun þó ekki alveg tvöföldun vegna flugs hafi verið náð. Sérstaklega er kveðið á um það í loftslagsstefnu Stjórnarráðsins að tekið sé tillit til hlutverks og verkefna utanríkisráðuneytisins sem þarf öðrum fremur að nýta flugsamgöngur og oft í þágu annarra ráðuneyta.
Tafla 1.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Tafla 2.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.